Friday, May 04, 2007

Uppáhalds ljóðið mitt og það eina sem ég hef fyrir mitt litla líf getað lagt allt í heild sinni á minnið.... finst þetta við hæfi vegna óendanlega valdabaráttu mannfólksins í alheimsmálum, stjórnmálum, heimamálum og vinnumálum..... græðgi er rót hins illa, ef ekki væri fyrir pening myndi þá sumir eins og klobbahár yngri ekki bara drulla sér frá olíunni?... það segir mamma mín allavega (Takk úlfur aftur fyrir súkkulaðið... ef ég fæ svona alltaf þegar þannig kemur uppá þá máttu endilega alltaf æla með mér í vinnunni ;P)

Kling, kling.
Kistan tóm.
Gleðja sig við gullsins hljóm.
Safna aurum. Aura spara.
Eld að sinni köku skara.
Öllum gæðum öðrum hafna.
- Safna.

Kling, kling.
Kistan hálf.
Kistan - hún er sálin sjálf.
Lofa, svíkja,
sníkja.
Kaupa, selja,
telja.
Smjaðra, smjúga,
sjúga. -
Allra óskum neita.
Brögðum beita.
Reita -
lagða úr annars ull.
Ekki um álas hirða.
Ekkert virða
nema gull.



Kling, kling.
Kistan full.
He, he ... Ormagull.
Kistan var af guði gjörð.
Grafa í jörð.
Grafa í jörð.

Davíð Stefánsson

~Spookyo_O greedy as a Dúlla!

1 comment:

Unknown said...

Ég elska þetta ljóð! Takk fyrir að minna mig á að það er til. ^.^